Ferguson var farinn að búa sig undir framlengingu

Brynjar Björn Gunnarsson sækir að Kieran Richardson í leik Reading …
Brynjar Björn Gunnarsson sækir að Kieran Richardson í leik Reading og Manchester United í kvöld. Reuetrs

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði eftir sigur sinna manna á Reading í bikarkeppninni í kvöld að hann hafi verið farinn að undirbúa sig undir framlengingu. Reading sótti linnulítið á lokamínútunum og var hársbreidd frá því að jafna metin í 3:3 þegar Brynjar Björn Gunnarsson skaut í slánna.

,,Við fengum bestu byrjun sem ég hef séð liðið fá en markið sem Kitson skoraði gaf Reading von. Við áttum mjög undir högg að sækja í seinni hálfleik og eftir að þeim tókst að skora annað markið þá hélt ég að leikurinn færi í framlengingu. Það stefndi allt í það," sagði Ferguson.

,,Þetta var versta möguleika byrjun sem við gátum fengið. Við töluðum um að byrja vel og gefa fá færi á okkur en það leið ekki á löngu að staðan var orðin, 3:0. Leikmenn mínir sýndu frábæran liðsanda og seinni hálfleikurinn hjá liðinu var magnaður og ég get ekki annað er verið stoltur af þeim," sagði Steve Coppell, stjóri Reading.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert