Einn fremsti sérfræðingur Breta í heilaskurðlækningum segir að John Terry, fyrirliði Chelsea, eigi að taka því rólega í það minnsta í tvær vikur áður en hann fer að æfa á ný eftir gríðarlegt höfuðhögg sem hann varð fyrir í úrslitaleik deildabikarkeppninnar sl. sunnudag.
Colin Shieff, taugaskurðlæknir við Royal Freesjúkrahúsið í London, sagði við breska fjölmiðla í dag að miðað við það gríðarlega högg sem Terry fékk í leiknum væri engin skynsemi í því að fara að æfa eða leika knattspyrnu á næstu dögum.