Eggerti barst dularfullt bréf

Eggert Magnússon á skrifstofu sinni á Upton Park.
Eggert Magnússon á skrifstofu sinni á Upton Park. Reuters

Breska blaðið Daily Mail greinir frá því í dag að Eggeti Magnússyni, stjórnarformanni West Ham, hafi borist dularfullt bréf á Upton Park í gær sem innihélt hvít efni. Lögregla kom á vettvang þar sem grunur lék á að í umslaginu væri miltisbrandur og beindist grunur að reiðum stuðningsmanni West Ham.

Í ljós kom að ekki var um miltsbrand að ræða í umslaginu né nokkurt eiturefni heldur reyndist umslagið innihalda baðsölt og var sent til Eggerts frá grískum munki. Munknum fannst Eggert þurfa á baðsaltinu að halda til að geta slakað á en eins og gefur að skilja hefur Eggert ekki setið rólegur í formannsstólnum þar sem gengi hans manna undanfarnar vikur hefur verið hræðilega slakt og liðið á hraðri leið niður í 1. deildina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka