Rooney: Ronaldo er sá besti í heimi

Það fer vel á með þeim Rooney og Ronaldo en …
Það fer vel á með þeim Rooney og Ronaldo en eftir HM síðasta sumar töldu margir að þeir gætu ekki leikið lengur í sama liði. Reuters

Wayne Rooney, leikmaður Manchester United og enska landsliðsins, segist ekki í neinum vafa um að félagi sinn hjá United, hinn portúgalski Cristiano Ronaldo, sé besti leikmaður heims um þessar mundir. Þeim tveimur lenti saman sem kunnugt er í leik Englands og Portúgals á HM síðasta sumar en það er gleymt og grafið. Ronaldo hefur skorað 16 mörk fyrir United í ensku úrvalsdeildinni í vetur og Rooney 10.

„Ég er fyrst og fremst hæstánægður með að hann skuli vera í okkar liði því um þessar mundir er hann besti leikmaður heims. Maður vill alltaf spila með þeim bestu og það er frábært að vera í liði með Cristiano."

Rooney lýsti síðasta sumar yfir vonbrigðum með framkomu Ronaldos í landsleiknum fræga en nú kveðst hann fullur aðdáunar á því hvernig Portúgalinn hefur höndlað álagið í Englandi í framhaldi af því.

„Hann hefur verið frábær, sérstaklega með tilliti til þess að það var mjög erfitt fyrir hann að koma aftur hingað eftir HM vegna allrar athyglinnar sem fjölmiðlar beindu að honum. En hann hefur yfirstigið það og leikið stórkostlega í vetur. Vonandi heldur hann áfram sínu striki og vinnur titla með okkur á þessu tímabili," sagði Rooney.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka