Rafael Benitez kanttspyrnustjóri Liverpool ætlar að tefla fram sínu sterkasta liði gegn Manchester United í hádeginu þrátt fyrir að hans menn eigi í höggi við Evrópumeistara Barcelona í síðari viðureign liðanna í 16-liða úrslitum Meistaradeildarinnar á þriðjudaginn.
,,Það yrði gott fyrir sjálfstraustið að leggja United að velli fyrir leikinn á móti Barcelona. Liðmenn Manchester United gera sér grein fyrir því að þetta verður erfiður leikur fyrir þá en þeir vita það líka að með sigri stíga þeir stórt skref í átt að meistaratitlinum. Ef að líkum lætur verður þetta jafn og spennandi leikur. Leikir liðanna í gegnum tíðina hafa oft ráðist á smáatriðum. Munurinn hefur verið ein aukaspyrna, horn eða hæfni eins leikmanns," segir Bentítez.
Liverpool hefur ekki tapað síðustu 30 leikjum sínum á heimavelli í úrvalsdeildinni. Liðið hefur unnið 25 þeirra og gert 5 jafntefli en síðasta beið Liverpool lægri hlut á Anfield gegn Chelsea í október 2005.