Tottenham lagði West Ham, 4:3

Paul Konchesky og Dimitar Berbatov í baráttunni á Upton Park …
Paul Konchesky og Dimitar Berbatov í baráttunni á Upton Park í kvöld. Reuters

Tottenham bar sigurorð af West Ham, 4:3, í dramatískum og æsispennandi leik á sem var að ljúka á Upton Park. Tottenham skoraði tvö mörk á síðustu sex mínútum leiksins og skoraði Paul Stalteri sigurmarkið á lokamínútu leiksins.

West Ham var 2:0 yfir í hálfleik með mörkum frá Mark Nobble og Carlos Tevez en í upphafi síðari hálfleiks jafnaði Tottenham metin með mörkum frá Jermain Defoe og Teemu Tainio.

Bobby Zamora kom inná sem varamaður og skoraði með sinni fyrstu snertingu þegar hann kom heimamönnum yfir með fallegu skallamarki á 84. mínútu en Adam var ekki lengi í paradís hjá Íslendingaliðinu. Sex mínútum fyrir leikslok jafnaði Búlgarinn Dimitar Berbatov metin fyrir Spurs og Kanadamaðurinn Paul Stalteri tryggði gestunum stigin þrjú og fór langt með að reka síðasta naglann í líkkistu West Ham þegar hann skoraði af stuttu færi eftir að Robert Green hafði varið skot frá Defoe en misst boltann frá sér.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka