Dökkt útlit hjá West Ham

Eggert Magnússon eigandi West Ham fylgist með sínum mönnum í …
Eggert Magnússon eigandi West Ham fylgist með sínum mönnum í leiknum ótrúlega gegn Tottenham á Upton Park í gær. Reuters

Það blæs ekki byrlega fyrir Íslendingaliðinu West Ham en þegar níu umferðir eru eftir af úrvalsdeildinni situr West Ham á botni deildarinnar með 20 stig og er 10 stigum frá öruggu sæti í deildinni. West Ham á eftir að mæta þremur af fjórum efstu liðunum í deildinni.

West Ham hrósaði sigri gegn Manchester United þann 17. desember í fyrsta leiknum undir stjórn Alan Curbishleys en síðan hefur liðið leikið tólf leiki í úrvalsdeildinni án sigurs. West Ham á eftir að mæta Manchester United, Chelsea og Arsenal svo útlitið hjá strákunum hans Eggerts Magnúsonar er ekki mjög bjart.

Leikirnir níu sem West Ham á eftir eru:

17. mars Blackburn (ú)
31. mars Middlesbroug (h)
7. apríl Arsenal (ú)
9. apríl Chelsea (h)
14. apríl Sheff.Utd. (ú)
21. apríl Everton (h)
28. apríl Wigan (ú)
5. maí Bolton (h)
13. maí Man.Utd (ú)

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert