Eggert: Curbishley með fullan stuðning

Alan Curbishley og Eggert Magnússon.
Alan Curbishley og Eggert Magnússon. Reuters

Eggert Magnússon stjórnarformaður og eigandi West Ham segir í viðtali við fréttavef Sky að knattspyrnustjórinn Alan Curbishley hafi fullan stuðning og segir að hann sé rétti maðurinn til að byggja upp framtíðarlið. Undir stjórn Curbishley hefur West Ham ekki tekist að vinna í síðustu 12 leikjum sínum í úrvalsdeildinni og situr á botni deildarinnar þegar níu umferðir eru eftir.

,,Ég vill að allir viti að Alan Curbishley verður áfram og hans verk er að byggja upp lið til framtíðar. Það hefur ekkert breyst í framtíðarplönum okkar og Curbishley nýtur fulls trausts hjá mér, alveg 100%. Það var frábær kraftur í liðinu í gær og við munum halda áfram að berjast fyrir lífi okkar í deildinni," segir Eggert.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert