Chelsea slapp áfram gegn Porto

Michael Ballack fagnar sigurmarki sínu fyrir Chelsea ásamt félögum sínum.
Michael Ballack fagnar sigurmarki sínu fyrir Chelsea ásamt félögum sínum. Reuters

Englandsmeistarar Chelsea komust í kvöld í átta liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu þegar þeir sigruðu Porto, 2:1, á Stamford Bridge í London. Chelsea vann því 3:2 samanlagt.
Roma og Valencia komust einnig áfram í kvöld, ásamt Liverpool.

Ricardo Quaresma kom Porto yfir gegn Chelsea á 15. mínútu en Arjen Robben jafnaði fyrir Chelsea á 48. mínútu. Það var svo Michael Ballack sem skoraði sigurmark Chelsea á 79. mínútu.

Roma vann Lyon, 2:0, í Frakklandi og þar með 2:0 samanlagt. Francesco Totti og Mancini skoruðu mörkin á 22. og 44. mínútu.

Valencia og Inter Mílanó gerðu markalaust jafntefli og það nægði Valencia þar sem fyrri leikurinn á Ítalíu endaði 2:2. Í leikslok brutust út mikil slagsmál meðal leikmanna og bárust þau alla leið inn að búningsklefum liðanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert