Manchester United vann Lille öðru sinni

Henrik Larsson fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld.
Henrik Larsson fagnar marki sínu fyrir Manchester United í kvöld. Reuters

Manchester United sigraði Lille frá Frakklandi, 1:0, í síðari leik liðanna í Meistaradeild Evrópu sem fram fór á Old Trafford í kvöld. United sigraði þar með 2:0 samanlagt og er komið í átta liða úrslitin.
Bayern München sigraði Real Madrid, 2:1, og komst áfram á fleiri mörkum á útivelli en einvígi liðanna endaði 4:4. Leikur AC Milan og Celtic endaði 0:0, rétt eins og fyrri viðureignin, og þar er framlenging að hefjast.

Það var Svíinn Henrik Larsson sem skoraði sigurmark Manchester United í kvöld, á 72. mínútu.

Roy Makaay kom Bayern yfir gegn Real Madrid eftir aðeins 9 sekúndur og Lucio bætti við marki á 65. mínútu. Ruud van Nistelrooy minnkaði muninn fyrir Real Madrid, 2:1, á 83. mínútu, úr vítaspyrnu, en það var ekki nóg og spænska liðið er úr leik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka