Manchester United, efsta lið úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu, varð fyrir enn frekari meiðslum í dag þegar það gerði jafntefli, 2:2, við Middlesbrough í bikarkeppninni. Þrír lykilmannanna meiddust og bætast á langan sjúkralista. Edwin van der Sar markvörður tognaði í kálfa í upphitun og miðverðirnir Rio Ferdinand og Nemanja Vidic urðu báðir fyrir meiðslum.
Það kemur ekki í ljós fyrr en eftir helgina hvort þremenningarnir verði orðnir leikfærir þegar United mætir Bolton í úrvalsdeildinni um næstu helgi. Þá spilaði Henrik Larsson sinn síðasta leik en hann er á leið heim til Svíþjóð eftir lánsdvöl hjá United frá áramótum.