Það verða margar stórstjörnur sem taka þátt í hátíðarleik á Old Trafford í Manchester annað kvöld þegar Manchester United mætir Evrópuúrvali undir stjórn Ítalans Marcelo Lippi í tilefni að 50 ár eru liðin frá því Manchester United tók fyrst þátt í Evrópukeppni.
Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United ætlar að tefla fram sínu sterkasta mögulega liði en Evrópuúrvalið sem Marcelo Lippi stýrir er þannig skipað:
Markverðir: Oliver Kahn, Grégory Coupet, Iker Casillas.
Varnarmenn: Paolo Maldini, Jamie Carragher, Eric Abidal, Lilan Thuram, Carles Puyol, Marco Materazzi, Fabio Grosso.
Miðjumenn: Gianluca Zambrotta, Steven Gerrard, Juninho Pernambucano, Florent Malouda, Luis Miguel, Gennaro Gattuso, Andrea Pirlo.
Framherjar: Ronaldinho, Ronaldo, Alessandro Mancini, Zlatan Ibrahimovic, Henrik Larsson.