David Beckham fyrrum leikmaður Manchester United ávarpaði stuðningsmenn félagsins í hálfleik í leik Manchester United og Evrópuúrvalsins á Old Trafford í kvöld.
Beckham var að snúa á Old Trafford í fyrsta sinn frá því hann yfirgaf félagið fyrir fjórum árum og þakkaði hann stuðningsmönnum United fyrir allar góðu stundirnir, stuðninginn við sig sérstaklega á erfiðum tímum auk þess sem hrósaði liði Manchester United fyrir frábæra frammistöðu á tímabilinu og óskaði því alls hins besta í framtíðinni.
Beckham, sem gat ekki tekið þátt í leiknum sökum meiðsla, sendi Sir Alex Ferguson líka góðar kveðjur og sagði hann vera besta knattspyrnustjóra í heimi en eins og frægt er voru þeir ekki bestu vinir undir lok ferils Beckhams hjá Manchester-liðinu.