Man.Utd. lagði Bolton, 4:1

Cristiano Ronaldo í baráttu við Abdoulaye Faye á Old Trafford …
Cristiano Ronaldo í baráttu við Abdoulaye Faye á Old Trafford í dag. Reuters

Manchester United er komið með 9 stiga forskot á Chelsea á toppi ensku úrvalsdeildarinnar eftir öruggan sigur á Bolton, 4:1, á Old Trafford í dag. United gerði út um leikinn á fyrstu 25 mínútunum þegar Ji-Sung Park skoraði tvö mörk og Wayne Rooney eitt en Cristiano Ronaldo átti þátt í öllum þremur mörkunum. Rooney bætti svo við fjórða markinu á 74. mínútu en Gary Speed lagaði stöðuna fyrir Bolton með marki úr vítaspyrnu á 85. mínútu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert