Manchester United sigraði Middlesbrough, 1:0, í átta liða úrslitum ensku bikarkeppninnar í knattspyrnu á Old Trafford í kvöld. Það verða því United og Watford sem eigast við í undanúrslitum keppninnar í næsta mánuði.
Cristiano Ronaldo skoraði sigurmark United úr vítaspyrnu á 76. mínútu eftir að Jonathan Woodgate braut á honum. Áður hafði Mark Schwarzer varið mark Middlesbrough mjög vel, sérstaklega í tvígang eftir að Wayne Rooney hafði sloppið einn innfyrir vörnina. Þegar komið var framyfir leiktímann var James Morrison, leikmaður Middlesbrough, rekinn af velli.