Young í enska landsliðið

Luke Young er kominn í enska landsliðshópinn.
Luke Young er kominn í enska landsliðshópinn. AP

Steve McClaren landsliðsþjálfari Englendinga í knattspyrnu valdi í morgun Luke Young, fyrirliða Charlton, í landsliðshópinn fyrir leikina gegn Ísrael og Andorra í undankeppni EM. Young var ekki valinn í upphaflega 23 manna hópinn sem McClaren valdi í síðustu viku en vegna meiðsla Gary Neville ákvað McLaren að kalla á Young.

Young er þriðji nýji leikmaðurinn sem McClaren kallar á en hinir tveir voru Gareth Barry, Aston Villa, og David Nugent framherji úr Preston.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert