Ísrael og England skildu jöfn í Tel Aviv

Jamie Carragher og Amit Ben Shushan eigast við í leiknum …
Jamie Carragher og Amit Ben Shushan eigast við í leiknum í Tel Aviv í kvöld. Reuters

Ísrael og England gerðu í kvöld markalaust jafntefli í undankeppni Evrópumóts landsliða í knattspyrnu en leikurinn fór fram á Ramat Gan leikvanginum í Tel Aviv. Enska liðið sótti mun meira allan tímann en náði ekki að brjóta sterka vörn heimamanna nægilega oft á bak aftur. Markvörður Ísraels varði úr dauðafæri frá Jermain Defoe skömmu fyrir leikslok.

Rússar eru að renna sér á toppinn í riðlinum en þeir voru 2:0 yfir gegn Eistlandi þegar komið var framyfir venjulegan leiktíma. Þeir eru þá komnir með 11 stig, Króatar 10, Englendingar 8, Ísraelsmenn 8 og Makedónía 7 stig. Króatar eru að tapa 0:1 fyrir Makedóníu á heimavelli í hálfleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert