Ferguson: Ólíklegt að við náum þrennunni

Alex Ferguson gerir ekki mikið úr möguleikum United á að …
Alex Ferguson gerir ekki mikið úr möguleikum United á að vinna þrefalt í ár. Reuters

Manchester United á enn möguleika á að endurtaka afrek sitt frá árinu 1999 þegar félagið vann þrefalt - varð enskur meistari og bikarmeistari og sigraði í Meistaradeild Evrópu. Knattspyrnustjórinn reyndi Alex Ferguson segir að það sé þó ólíklegt að það takist.

„Þetta er ekki í umræðunni hjá okkur. Vissulega er þetta möguleiki en afar ólíklegt miðað við þann fjölda leikja sem við eigum eftir. Mér finnst að keppnin í úrvalsdeildinni hafi harðnað á undanförnum árum og gæði fótboltans í Meistaradeildinni eru meiri en áður. Ég tel að enska úrvalsdeildin sé orðin besta deild í heimi, ég held að við séum komnir framúr Spánverjum. Spennan og skemmtunin eru hvergi meiri en hér," sagði Ferguson við Sky Sports.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert