Steve McClaren landsliðsþjálfari Englandi hvetur stuðningsmenn enska landsliðsins til að styðja við á leikmönnum liðsins en eftir afar dapran fyrri hálfleik gegn Andorra í Barcelona tókst þeim að tryggja sér 3:0 sigur. Púað var á enska liðið þegar það gekk til búningsherbergja í hálfleik.
,,Ég vona að stuðningsmenn okkar standi með leikmönnum. Þeir eru að gefa sig alla í verkefnið. Við mættum hingað til að vinna og tókst það. Ég get vel skilið gremju manna eftir leikinn við Ísrael en við töpuðum ekki þeim leik og í kvöld náðum við settu takmarki, það var að taka þrjú stig. Þetta er enn í okkar höndum. Það er mikið eftir og við höfum verk að vinna," sagði landsliðsþjálfarinn sem var fyrir leikinn undir mikilli pressu.