Frank Lampard reiknar með að geta spilað með Englandsmeisturum Chelsea þegar liðið sækir botnlið Watford heim á laugardag. Lampard varð fyrir því óláni að úlnliðsbrotna á æfingu enska landsliðsins í vikunni og gat þar að leiðandi ekki leikið gegn Andorra í Barcelona í gær.
Útbúin verður sérstök plashlíf fyrir Lampard sem hann mun vera með utan um úlnliðinn en Lampard brotnaði eftir að Wayne Rooney þrumaði boltanum óvart í hendi hans.