Norski knattspyrnumaðurinn John Arne Riise, sem leikur með Liverpool, hefur verðið lýstur gjaldþrota af rétti í Liverpoolborg, vegna skuldar sem nemur 100 þúsund pundum, eða um 13 milljónum íslenskra króna. Talið er að mánaðarlaun kappans séu um 26 milljónir króna.
Riise á í málaferlum við fyrrum umboðsmann sinn, Norðmanninn Einar Baardsen, og gjaldþrotamálið í Liverpool er talið tengjast því en Riise telur sig hafa verið svikinn um jafnvirði 390 milljóna króna. Samkvæmt BBC eru lögmenn Riises að undirbúa málsókn til að ógilda gjaldþrotsúrskurðinn.