Rio Ferdinand: Ronaldo sá besti í Evrópu

Cristiano Ronaldo hefur átt frábæru gengi að fagna með Manchester …
Cristiano Ronaldo hefur átt frábæru gengi að fagna með Manchester United á tímabilinu. Reuters

Rio Ferdinand miðvörður Manchester United og enska landsliðsins segir ekki vafa leika á að Cristino Ronaldo sé besti leikmaðurinn í Evrópu en margir spá því að hann verði útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni bæði af leikmönnum og sparkspekingum.

,,Cristiano er án efa besti leikmaðurinn í Evrópu," segir Ferdinand í viðtali við tímarit Manchester United. ,,Það er ekki spurning í mínum huga að hann verður útnefndur leikmaður ársins í ensku úrvalsdeildinni og ekki nóg með það ég spái því að hann verði kosinn knattspyrnumaður ársins í Evrópu," segir Ferdinand.

,,Ronaldo hefur leikið frábærlega allt tímabilið og leikmenn eins og Ronaldinho og Samuel Eto'o hafa ekki náð að gera það sama og hann. Didier Drogba hefur verið góður með Chelsea en hann fær þig ekki til að rísa úr sætinu eins og Ronaldo og ég held það séu ekki eins margir sem eru tilbúnir að borga fyrir að sjá Drogba spila eins og Ronaldo."

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert