Vidic viðbeinsbrotinn

Nemanja Vidic varnarmaðurinn öflugi í liði Manchester United.
Nemanja Vidic varnarmaðurinn öflugi í liði Manchester United. AP

Manchester United staðfesti í dag að serbneski varnarmaðurinn Nemanja Vidic hefði viðbeinsbrotnað í leiknum gegn Blackburn á laugardaginn en ekki farið úr axlarlið eins og haldið var í fyrstu. Forráðmenn United halda í vonina um að Vidic komi aftur í slaginn eftir 4-5 vikur.

Þetta er mikið áfall fyrir United enda hefur Vidic leikið frábærlega fyrir Manchester United á leiktíðinni og fyrir á sjúkralistanum eru þrír varnarmenn liðsins, fyrirliðinn Gary Neville, Patrice Evra og Mikael Silvestre, sem leikur ekki meira á tímabilinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert