Gerrard orðinn markahæstur í Evrópukeppni

Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld ásamt Peter Crouch, …
Steven Gerrard fagnar marki sínu í kvöld ásamt Peter Crouch, sem líka skoraði í 3:0 sigri Liverpool. Reuters

Steven Gerrard, fyrirliði Liverpool, varð í kvöld markahæsti leikmaður félagsins í Evrópukeppni meistaraliða í knattspyrnu frá upphafi þegar hann kom liði sínu yfir gegn PSV Eindhoven í Hollandi. Þetta var 15. mark Gerrards í 50 leikjum í keppninni og hann komst með því uppfyrir markamaskínuna Ian Rush sem gerði 14 mörk fyrir Liverpool í keppninni á sínum tíma.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert