Spænska blaðið Marca lýsir búningsklefanum sem Valencia fær úthlutað á Stamford Bridge annað kvöld þegar liðið etur kappi við Englandsmeistara Chelsea við rottuholu. Blaðið segir að í klefanum sé einungis þrjár sturtur og einn spegill og búningsklefinn sé ekki sæmandi ríku félagi eins og Chelsea er.
,,Þetta er eins og rottuhola" er lýsingin í Marca sem segir að búningsklefinn sem liðsmenn Chelsea noti sé búinn öllum þægindum og sé þrisvar sinnum stærri en sá sem Valencia fá úthlutað. Marca segir að þetta sé eitt af vopnunum sem knattspyrnustjórinn Jose Mourino beiti gegn andstæðingum sínum.