Liverpool á grænni grein eftir 3:0 sigur

Peter Crouch skorar þriðja mark Liverpool í kvöld með glæsilegum …
Peter Crouch skorar þriðja mark Liverpool í kvöld með glæsilegum skalla. Reuters

Liverpool er komið með annan fótinn í undanúrslit Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu eftir 3:0 sigur gegn PSV Eindhoven á útivelli í kvöld. Enska liðið verður varla í vandræðum með að fylgja þessu eftir á sínum heimavelli. Meiri spenna er í einvígi AC Milan og Bayern München sem skildu jöfn, 2:2, í Mílanó í kvöld.

Steven Gerrard skoraði fyrsta mark Liverpool á 26. mínútu með hörkuskalla eftir fyrirgjöf Steve Finnans frá hægri. John Arne Riise bætti öðru marki við, 2:0, með glæsilegu langskoti á 49. mínútu. Peter Crouch skoraði síðan, 3:0, með skalla eftir fyrirgjöf frá Finnan á 63. mínútu.

Í Mílanó komst heimaliðið yfir á 41. mínútu þegar Andrea Pirlo skoraði en Danny van Buyten jafnaði fyrir Bayern á 78. mínútu. Kaká skoraði fyrir AC Milan úr vítaspyrnu á 84. mínútu en van Buyten var aftur á ferð á síðustu sekúndu leiksins og jafnaði fyrir Bayern, 2:2.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka