Reina vill framlengja við Liverpool

Jose Reina markvörðurinn snjalli hjá Liverpool.
Jose Reina markvörðurinn snjalli hjá Liverpool. Reuters

Jose Reina markvörður Liverpool segir á vef félagsins í dag að hann vilji framlengja samning sinn við félagið en Spánverjinn gekk í raðir Liverpool frá Villareal í júlí 2005 og hefur átt afar góðu gengi að fagna með liðinu.

,,Ég mun ræða við nýju eigendur félagsins á næstu dögum en ég hef sagt það mörgum sinnum að ég er virkilega ánægður hjá Liverpool og minn vilji er að framlengja samninginn," segir Reina á vef Livepool.

Reina hélt marki sínu hreinu 30 sinnum á fyrsta tímabili sínu og bætti þar met goðsagnarinnar Ray Clemence og þá var hann hetja liðsins í úrslitaleiknum í bikarkeppninni síðastliðið vor þegar hann varði þrjár vítaspyrnur í vítaspyrnukeppni Liverpool og West Ham.

,,Það eru spennandi tímar fram undan hjá Liverpool. Stefnan er að byggja upp sterkt lið sem hefur burði til þess að vinna titla," segir Reina sem er er 25 ára gamall og hóf feril sinn hjá Barcelona.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert