John Terry fyrirliði Englandsmeistara Chelsea segir að Chelsea geti enn velt Manchester United úr efsta sæti úrvalsdeildarinnar en toppliðin tvö verða bæði í eldlínunni á morgun. Chelsea getur minnkað forskot United niður í þrjú stig því liðið tekur á móti Tottenham í hádeginu á morgun en United mætir Portsmouth á útivelli klukkan 16.15.
,,Það eina sem við getum gert á þessum tímapunkti er að vinna okkar leiki. Það er mikið álagstími en ef við höldum okkur á sigurbrautinni þá á það eftir að skila árangri. Manchester United hefur gengið allt í haginn. Það neitar því enginn en það getur allt gerst ennþá. United á eftir að sækja okkur heim og ég hef fulla trú á að við getum hampað meistaratitlinum," segir Terry en Chelsea hefur í síðustu 15 leikjum unnið 13 leiki og gert tvö jafntefli.