Alex Ferguson: Besti Evrópuleikurinn undir minni stjórn

Michael Carrick skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í kvöld.
Michael Carrick skoraði tvö mörk fyrir Manchester United í kvöld. Reuetrs

Sir Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United sagði eftir stósigur sinna manna á Roma í kvöld að þetta væri besta frammistaða liðsins í Evrópukeppninni undir hans stjórn frá upphafi.

,,Úrslit leiksins segja alla söguna. Liðið spilað frábæran fótbolta í 90 mínútur. Leikmenn léku af gífurlegu sjálfstrausti og þeir létu tvo ósigra í röð ekkert slá sig út af laginu. Við getum varla beðið eftir undanúrslitinum," sagði Ferguson en í fyrsta sinn frá árinu 2002 er United í undanúrslitum Meistaradeildarinnar.

Michael Carrick opnaði markareikning United en þessi snjalli miðjumaður skoraði tvö mörk í leiknum. ,,Að okkur skildi takast að skora svona snemma og núta færin var alveg frábært. Við héldum áfram þrátt fyrir góða stöðu og sýndum hvað í okkur býr," sagði Carrick.

,,Það er erfitt að útskýra hvað gerðist hjá okkur. Í fyrstu almennilegu sókn sinni skoraði Manchester United og við náðum ekki að svara eldmóði leikmanna United og ákveðið reynsluleysi gerði vart fyrir sig í mínu liði," sagði Luciani Spalleti þjálfari Roma.

Þetta er versta tap tap Roma í 23 leikjum í Evrópukeppni eða síðan liðið lá 4:0 fyrir þýska liðinu Carl Zeiss Jena árið 1980. Þá var þetta stærsta tp ítalsks liðs í Evrópukeppni síðan Juventus tapaði 7:1 fyrir Vienna árið 1958.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert