Arnór: Hef ekkert heyrt frá Manchester United

Eiður Smári ætlar að einbeita sér að því að standa …
Eiður Smári ætlar að einbeita sér að því að standa sig hjá Barcelona, segir Arnór. AP

Arnór Guðjohnsen, faðir og umboðsmaður Eiðs Smára Guðjohnsens, landsliðsfyrirliða í knattspyrnu, sagði við fréttavef Sky Sports í dag að Manchester United hefði ekki hafi samband við sig vegna Eiðs Smára. Spænskir fjölmiðlar hafa talsvert fjallað um mögulega brottför Eiðs frá Barcelona að undanförnu og fullyrt hefur verið að Manchester United sé að undirbúa tilboð í hann, enda hafi Alex Ferguson alltaf verið mikill aðdáandi Íslendingsins.

„Ég hef ekkert heyrt frá Manchester United, og ekkert frá Barcelona um hver þeirra framtíðaráform eru varðandi Eið. Hann er staðráðinn í að sýna sig og sanna hjá Barcelona og ætlar að leggja sig 100 prósent fram til þess," sagði Arnór við Sky Sports.

Spænska dagblaðið El Mundo Deportivo spurði Txiki Beguiristain, framkvæmdastjóra Barcelona út í mál Eiðs. „Við munum ekkert ræða hverjir fara eða koma fyrr en keppnistímabilinu lýkur," svaraði Beguiristain.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert