Ferguson: Treysti van der Sar fullkomlega

Alex Ferguson fylgist með sínum mönnum á æfingu í gær.
Alex Ferguson fylgist með sínum mönnum á æfingu í gær. Reuters

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United kveðst ekki hafa neinar áhyggjur af markverðunum reynda, Edwin van der Sar, fyrir leik liðsins gegn Roma í Meistaradeild Evrópu á Old Trafford í kvöld. Van der Sar þótti eiga sök á báðum mörkunum sem United fékk á sig í tapleiknum gegn Portsmouth í úrvalsdeildinni á laugardaginn en hann verður í markinu í kvöld.

Roma vann fyrri leik liðanna í Rómarborg, 2:1 og United verður því að knýja fram sigur í kvöld til að komast í undanúrslit Meistaradeildarinnar.

„Edwin er geysilega reyndur og veit hvernig hann á að fásts við þetta. Menn spila ekki 120 landsleiki fyrir þjóð sína nema þeir geti ráðið við svona lagað. Það verður allt í lagi með hann," sagði Ferguson, sem á von á mikilli stemmningu á Old Trafford í kvöld.

„Öll bestu lið heims hafa komið hingað í gegnum tíðina og það hefur alltaf verið frábær stemmning. Við reiknum með því að svo verði líka á þessum leik. Stemmningin í Róm var frábær, ég væri til í að spila svona leiki í hverri viku, og vonandi geta stuðningsmenn okkar framleitt jafnmikinn hávaða. Okkar leikmenn hafa sýnt og sannað hvað eftir annað að þeir hafa styrk til að mæta áskorun eins og þessari," sagði Ferguson.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert