Man.Utd. rótburstaði Roma, 7:1

Liðsmenn Manchester United fögnuðu oft á Old Trafford í kvöld.
Liðsmenn Manchester United fögnuðu oft á Old Trafford í kvöld. Reuters

Manchester United er komið í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu í knatttspyrnu eftir að hafa rótburstað Roma, 7:1, í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitunum á Old Trafford í kvöld. United vann einvígið, 8:3, og mætir sigurliðinu í leik Bayern München og AC Milan. Michael Carrick og Cristiano Ronaldo gerðu tvö mörk hvor og þeir Alan Smith, Wayne Rooney og Patrice Evra gerðu sitt markið hver.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert