Manchester United er komið í undanúrslit í Meistaradeild Evrópu í knatttspyrnu eftir að hafa rótburstað Roma, 7:1, í síðari viðureign liðanna í 8-liða úrslitunum á Old Trafford í kvöld. United vann einvígið, 8:3, og mætir sigurliðinu í leik Bayern München og AC Milan. Michael Carrick og Cristiano Ronaldo gerðu tvö mörk hvor og þeir Alan Smith, Wayne Rooney og Patrice Evra gerðu sitt markið hver.