16 knattspyrnubullur ákærðar í Manchester

Lögregla handtekur stuðningsmann Roma utan við Old Trafford í gær.
Lögregla handtekur stuðningsmann Roma utan við Old Trafford í gær. Reuters

Sextán áhangendur knattspyrnuliðanna Manchester United og Roma hafa verið ákærðir vegna átaka, sem brutust út við Old Trafford í Manchester í gær fyrir leik liðanna í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Fjórir ítalskir stuðningsmenn Roma komu fyrir rétt í morgun og 12 enskir áhangendur Manchester hafa fengið kvaðningu í næstu viku.

Bæði liðin eiga yfir höfði sér refsiaðgerðir af hálfu knattspyrnusambands Evrópu en slagsmál brutust út bæði í Róm og Manchester áður en liðin mættust.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert