Ronaldo: Þetta eru ótrúleg úrslit

Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa komið Manchester United í …
Cristiano Ronaldo fagnar eftir að hafa komið Manchester United í 5:0 í gærkvöld. Reuters

Cristiano Ronaldo, hinn snjalli portúgalski knattspyrnumaður sem átti stóran þátt í mögnuðum sigri Manchester United á Roma, 7:1, í Meistaradeild Evrópu í gærkvöld, segir að úrslit leiksins séu hreint ótrúleg. Ronaldo skoraði tvö mörk í leiknum og lék vörn Ítalanna grátt hvað eftir annað.

„Það er mikið sjálfstraust í liðinu og allir okkar leikmenn hafa mikla trú á sjálfum sér. Við töpuðum í Róm en trúðum því allir að við myndum fara áfram. En úrslitin eru ótrúleg, það er hreint frábært að vinna Roma 7:1 í átta liða úrslitum. Þetta er magnað fyrir leikmennina og félagið en nú verðum við að einbeita okkur að undanúrslitunum," sagði Ronaldo en þar mætir United sigurvegaranum úr viðureign Bayern München og AC Milan sem mætast öðru sinni í kvöld. Fyrri leikurinn í Mílanó endaði 2:2.

„Ég á mér engan óskamótherja á þessari stundu. Þetta er Meistaradeild Evrópu og leikirnir verða erfiðir, sama hverjir andstæðingarnir verða," sagði Ronaldo.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert