Eiður: Hef ekkert heyrt frá Manchester United

Eiður Smári segist ekki hafa trú á að að staða …
Eiður Smári segist ekki hafa trú á að að staða sín hjá Barcelona hafi breyst. Reuters

Eiður Smári Guðjohnsen landsliðsfyrirliði í knattspyrnu sagði í samtali við netútgáfu Skysports í dag að hann hefði ekkert heyrt frá Manchester United og aðeins lesið um meintan áhuga enska toppliðsins á sér í blöðum. Hann væri ekki með nein áform um að yfirgefa Barcelona.

„Ég hef ekki talað beint við neinn frá United og veit ekkert framyfir það sem skrifað hefur verið í blöðin. Forráðamenn Barcelona hafa aldrei rætt þetta mál við mig og ég hef þá trú að ekkert hafi breyst varðandi framtíð mína hjá félaginu. Ég vil að sjálfsögðu spila meira en ég hef gert, en það er ekki einfalt mál hjá liði á borð við Barcelona. Ég þarf fyrst og fremst að nýta hvert einasta tækifæri til að sýna þjálfaranum hvað ég get. Ég vil koma Rijkaard að eins miklu gagni og mögulegt er því sá leikmaður sem vinnur traust þjálfarans á alltaf meiri möguleika á að gera það gott," sagði Eiður við skysports.com.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert