Manchester United var að tryggja sér farseðilinn í úrslit ensku bikarkeppninnar sem fram á Wembley þann 19. maí með því að leggja Watford, 4:1, á Villa Park. United mætir sigurvegaranum í leik Chelsea og Blackburn sem eigast við í hinum undanúrslitaleiknum á Old Trafford á morgun.
Wayne Rooney skoraði tvö marka Manchester United og þeir Cristiano Ronaldo og Kieran Richardson sitt markið hver en Hameur Bouazza skoraði mark Watford þegar hann jafnaði metin, 1:1.
Þetta er í 18. sinn sem Manchester United leikur til úrslita í ensku bikarkeppninni sem er met í sögu þessarar elstu bikarkeppni heims en Manchester United hefur unnið bikarinn oftast allra liða, 11 sinnum.