Jose Mourinho knattspyrnustjóri Chelsea segir að úrslitaleikurinn í ensku bikarkeppninni verði viðureign tveggja bestu liðanna á Englandi og algjör draumaúrslitaleikur fyrir sig og flesta fótboltaunnendur. Bikarinn er eini titilinn sem Mourinho á eftir að vinna með Chelsea en lið hans á möguleika á fernu í ár.
,,Þetta verður sannkallaður risaleikur. Það er engin spurning um það. Þetta er draumaleikur fyrir og mig og marga aðra. Bæði lið hafa verið ótrúleg á tímabilinu," sagði Mourinho og hrósaði Michael Ballack í hásterkt eftir leikinn.
,,Hann hefur verið frábær. Hann er sigurvegari og er atvinnumaður fram í fingurgóma. Hann leggur sig allan fram fyrir liðið á ótrúlegan hátt og hann hefur svo sannarlega staðið sig vel fyrir okkur."