Benítez hafnaði boði frá Real Madrid

Rafael Benítez ætlar sér ekki að yfirgefa Liverpool.
Rafael Benítez ætlar sér ekki að yfirgefa Liverpool. Reuters

Rafael Benítez knattspyrnustjóri Liverpool kveðst hafa hafnað tilboði frá spænska stórliðinu Real Madrid fyrir skömmu. Samningurinn sem þar var í boði hefði verið betri fjárhagslega en núgildandi samningur hans við enska félagið. Benítez lék með Real Madrid á sínum tíma og þjálfaði um skeið hjá félaginu.

„Ég hafnaði þessu boði frá Real Madrid enda þótt þeir hefðu boðið mér hærri upphæðir en ég fæ hjá Liverpool. Madrid er mín heimaborg en ég er ánægður með allt hjá Liverpool," sagði Benítez sem hafnaði boði frá Real Madrid síðasta sumar.

„Þetta var ekki erfið ákvörðun. Hér er ég með ákveðið verkefni í gangi, sem nýtur stuðnings nýrra eigenda. Fjölskyldu minni líður vel hér í Liverpool. Ég neitaði góðu boði og sú ákvörðun snerist ekki um peninga. Þetta er mitt verkefni, mitt lið, mitt félag, mínir leikmenn, og allir þessir stuðningsmenn sem standa við bakið á okkur," sagði Benítez.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert