Wenger spáir að Ronaldo verða valinn sá besti

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal.
Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal. Reuters

Arsene Wenger knattspyrnustjóri Arsenal spáir því að Cristiano Ronaldo, Manchestr United, verði fyrir valinu sem knattspyrnumaður ársins á Englandi en Ronaldo er einn þeirra sex sem hafa verið tilnefndir af Samtökum atvinnuknattspyrnumanna.

,,Ég spái því að Cristiano Ronaldo og Ddier Drogba verði í tveimur efstu sætunum og að mínu áliti þá verðskuldar Ronaldo að vera fyrir valinu og ég spái því. Maður reiknaði ekki með því að Ronaldo myndi skora svona mörg mörk og þá hefur hann verið maðurinn á bak við mörg mörk. Ég ber líka mikla virðingu fyrir Drogba og það sem hann hefur gert. Hann hefur skorað í mörgum stórleikjum og hefur spilað vel í nær öllum leikjum. Það er því erfitt að skilja á milli þeirra," segir Wenger.

Wenger segir að Cesc Farbregas lærisveinn sinn hjá Arsenal eigi skilið að verða valinn besti ungi leikmaðurinn en Fabregas og Ronaldo eru meðal þeirra sex sem eru tilnefndir í því kjöri.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert