Liverpool komið í forkeppni Meistaradeildar Evrópu

Dirk Kuyt á fleygiferð gegn Wigan í dag. Hann skoraði …
Dirk Kuyt á fleygiferð gegn Wigan í dag. Hann skoraði bæði mörkin. Reuters

Liverpool tryggði sér í dag sæti í forkeppni Meistaradeildar Evrópu í knattspyrnu á næsta tímabili með því að sigra Wigan, 2:0. Liverpool er komið með 67 stig og getur ekki farið neðar en í fjórða sætið úr þessu. Fallraunir Wigan aukast enn við þessi úrslit en liðið er aðeins tveimur stigum frá fallsæti.

Það var hollenski sóknarmaðurinn Dirk Kuyt sem sá um mörkin fyrir Liverpool í dag og skoraði á 30. og 68. mínútu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert