West Ham sigraði Everton, 1:0, í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu á Upton Park í dag. Bobby Zamora skoraði markið á 13. mínútu. Með sigrinum komst West Ham upp í 32 stig, liðið er reyndar enn í næstneðsta sætinu en er nú aðeins þremur stigum frá því að komast úr fallsæti þegar þremur umferðum er ólokið.