Átta leikmenn frá Manchester United voru valdir í lið ársins í ensku úrvalsdeildinni sem tilkynnt var í kvöld, en það var kjörið af leikmönnunum sjálfum. Þá fékk Alex Ferguson, knattspyrnustjóri Manchester United, sérstök heiðursverðlaun frá Samtökum atvinnuknattspyrnumanna í Englandi.
Lið ársins er þannig skipað:
Markvörður: Edwin van der Sar (Man.Utd)
Varnarmenn: Gary Neville (Man.Utd), Nemanja Vidic (Man.Utd), Rio Ferdinand (Man.Utd), Patrice Evra (Man.Utd)
Miðjumenn: Cristiano Ronaldo (Man.Utd), Paul Scholes (Man.Utd), Steven Gerrard (Liverpool), Ryan Giggs (Man.Utd)
Framherjar: Didier Drogba (Chelsea), Dimitar Berbatov (Tottenham)