David James sló met Davids Seamans

David James er orðinn methafi í ensku úrvalsdeildinni.
David James er orðinn methafi í ensku úrvalsdeildinni. AP

David James markvörður Portsmouth setti í dag nýtt met í ensku úrvalsdeildinni í knattspyrnu. Hann hélt hreinu í 142. skipti í deildinni og sló þar með metið sem David Seaman, fyrrum markvörður Arsenal og enska landsliðsins, átti til skamms tíma. Seaman hélt hreinu í 141 leik í deildinni.

Metið hefur blasað við James undanfarnar vikur því hann átti möguleika á að slá það í fimm leikjum í röð. James vann svo sannarlega fyrir metinu því hann átti stórleik í marki Portsmouth gegn Aston Villa í dag og sá til þess að leikurinn endaði 0:0. Hann tryggði Portsmouth jafnframt dýrmætt stig í baráttunni um sjöunda sætið sem gefur þátttökurétt í UEFA-bikarnum en þar er lið hans stigi á eftir Reading.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert