Rooney tryggði Manchester United sigur

Wayne Rooney jafnar metin fyrir Manchester United á Old Trafford …
Wayne Rooney jafnar metin fyrir Manchester United á Old Trafford í kvöld. Reuters

Wayne Rooney tryggði Manchester United 3:2 sigur á AC Milan í fyrri viðureign liðanna í undanúrslitum Meistararadeildar Evrópu sem fram fór á Old Trafford í kvöld. Rooney skoraði sigurmarkið á 89. mínútu með glæsilegu skoti eftir skyndisókn. Rooney skoraði tvö marka United en Dida markvörður AC Milan sá um að skora fyrsta mark Manchester liðsins. Kaká skoraði bæði mörk AC Milan sem var 2:1 yfir í hálfleik.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka