West Ham sektað um 5,5 milljónir punda

Eggert Magnússon fylgist með leik West Ham og Tottenham nýlega.
Eggert Magnússon fylgist með leik West Ham og Tottenham nýlega. Reuters

Enska úrvalsdeildin hefur sektað knattspyrnufélagið West Ham um 5,5 milljónir punda, jafnvirði 710 milljóna króna, fyrir brot á reglum deildarinnar í tengslum við það þegar Argentínumennirnir Carlos Tévez og Javier Mascherano til félagsins. Ekki verða þó dregin stig af félaginu. Þá kann svo að fara að Teves leiki ekki meira með West Ham á keppnistímabilinu. Þetta er hæsta sekt sem félag hefur verið dæmt til að greiða í sögu enskrar knattspyrnu og m.a. fimmtánföld sú sekt sem Chelsea var gert að greiða fyrir að að hafa rætt við Ashley Cole meðan hann var enn á samningi hjá Arsenal.

Mascherano og Tevez komu til West Ham í byrjun leiktíðarinnar áður en þeir Björgólfur Guðmundsson og Eggert Magnússon keyptu liðið á síðasta ári. Samningar argentínsku mannanna reyndust vera í eigu bresks fjárfestingafélags en reglur úrvalsdeildarinnar banna, að leikmenn séu eign þriðja aðila.

Tévez er enn á Upton Park en Mascherano hefur verið lánaður til Liverpool.

Það voru þeir Terence Brown, fyrrum stjórnarformaður West Ham, og Paul Aldridge, fyrrum framkvæmdastjóri, sem sömdu um kaup á argentínsku leikmönnunum en hvorugur þeirra er hjá félaginu nú.

Þá er West Ham meinað að tefla Carlos Tévez fram að nýju fyrr en skorið hefur verið á tengslin við fjárfestingafélagið. Það þýðir að West Ham verður að kaupa hann nú þegar til þess að gera notað hann gegn Wigan á morgun en Tévez hefur verið besti leikmaður liðsins upp á síðkastið.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert