Liverpool komst í kvöld í úrslitaleikinn í Meistaradeild Evrópu í knattspyrnu með því að sigra Chelsea í vítaspyrnukeppni á Anfield. Liverpool vann leikinn, 1:0, eftir framlengingu, og liðin voru því jöfn, 1:1, þannig að grípa þurfti til vítaspyrnukeppni. José "Pepe" Reina var hetja Liverpool en hann varði vítaspyrnur frá Arjen Robben og Geremi.
Það var Daniel Agger sem skoraði mark Liverpool á 22. mínútu með föstu skoti frá vítateig eftir aukaspyrnu Stevens Gerrards.
Boudewijn Zenden skoraði úr fyrstu vítaspyrnu Liverpool, 1:0.
José Reina markvörður Liverpool varði fyrstu spyrnu Chelsea frá Arjen Robben.
Xabi Alonso skoraði úr annarri vítaspyrnu Liverpool, 2:0.
Frank Lampard skoraði úr annarri vítaspyrnu Chelsea, 2:1.
Steven Gerrard skoraði úr þriðju vítaspyrnu Liverpool, 3:1.
José Reina markvörður Liverpool varði þriðju vítaspyrnu Chelsea, frá Geremi.
Dirk Kuyt skoraði úr fjórðu vítaspyrnu Liverpool, 4:1, og þar með voru úrslitin ráðin. Liverpool fer til Aþenu en Chelsea er úr leik.