Wenger hætti við vegna Kolbeins

Kolbeinn Sigþórsson.
Kolbeinn Sigþórsson.

Arsene Wenger, knattspyrnustjóri Arsenal, hætti í gærkvöld við að fara til Belgíu ásamt aðstoðarmönnum sínum. Ástæðan var sú að tvísýnt er að Kolbeinn Sigþórsson, sóknarmaðurinn ungi úr HK, geti spilað með íslenska drengjalandsliðinu í daga þegar það mætir Englendingum í úrslitakeppni Evrópumótsins sem hefst í Belgíu í dag.

Forráðamenn Arsenal fylgdust grannt með gangi mála í íslenska hópnum í gær og þegar þeir fréttu að það kæmi ekki í ljós fyrr en í meiðslaprófi í dag hvort Kolbeinn gæti spilað, ákváðu þeir að fresta för sinni, samkvæmt heimildum Morgunblaðsins.

Wenger er hinsvegar í startholunum með að fara til Belgíu á föstudaginn þegar Ísland leikur við Holland, svo framarlega sem öruggt verði að Kolbeinn taki þátt í þeim leik.

Margir fleiri eru væntanlegir til að fylgjast með efnilegum knattspyrnumönnum á mótinu í Belgíu. Á vef stuðningsmanna enska 1. deildar liðsins Ipswich kemur fram að menn frá ensku félögunum Ipswich, Reading, Blackburn og West Ham verða á staðnum til að fylgjast með Kolbeini.

Íslenska liðið er í riðli með Englandi, Hollandi og Belgíu í úrslitakeppninni en í hinum riðlinum eru Þýskaland, Spánn, Úkraína og Frakkland. Tvö efstu liðin í hvorum riðli fara í undanúrslit en liðin sem enda í þriðja sæti í hvorum riðli leika um 5. sætið á mótinu sem gefur þátttökurétt í úrslitakeppni HM í Suður-Kóreu.

Ísland mætir Hollandi í öðrum leik sínum á föstudaginn og Belgum á mánudaginn. Lúkas Kostic þurfti að gera eina breytingu á íslenska hópnum á síðustu stundu. Kristinn Steindórsson er meiddur og Dofri Snorrason kom í hans stað.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert