Manchester United enskur meistari 2007

Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er búinn að stýra sínum …
Alex Ferguson knattspyrnustjóri Manchester United er búinn að stýra sínum mönnum til sigurs í ensku úrvalsdeildinni í níunda skipti. Reuters

Manchester United varð í dag enskur meistari í knattspyrnu í sextánda skipti þegar leik Arsenal og Chelsea á Emirates-leikvanginum lauk með jafntefli, 1:1. United er með sjö stiga forskot á Chelsea þegar liðin eiga bæði tvo leiki eftir en Chelsea varð að vinna í dag til að eiga möguleika á að halda meistaratitlinum á Stamford Bridge.

Þetta er níundi meistaratitillinn sem United vinnur undir stjórn Alex Fergusons, frá árinu 1993.

Gilberto Silva skoraði úr vítaspyrnu fyrir Arsenal á 43. mínútu eftir að Khalid Boulahrouz braut á Julio Baptista. Essien jafnaði á 70. mínútu eftir sendingu frá Shaun Wright-Phillips.

Þegar komið var framyfir leiktímann fékk Salomon Kalou gullið tækifæri til að tryggja Chelsea sigurinn en Jens Lehmann markvörður Arsenal varði frá honum á stórglæsilegan hátt. Emmanuel Eboue átti síðan þrumuskot í þverslána á marki Chelsea rétt áður en flautað var af.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert