Þýðir ekkert að kæra vegna Tévez

Carlos Tévez verður með West Ham í lokaleiknum gegn Manchester …
Carlos Tévez verður með West Ham í lokaleiknum gegn Manchester United. Reuters

Stjórn ensku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu hefur sent öllum félögum í deildinni tilkynningu um að það hafi enga þýðingu að koma fram með lögsókn vegna West Ham og Carlos Tévez. Ákvörðuninni um að svipta West Ham ekki stigum vegna félagaskiptanna hjá Tévez og Javier Mascherano verði ekki breytt.

Stjórnin sendi ennfremur frá sér tilkynningu um að Tévez væri heimilt að leika áfram með West Ham og þar með er öruggt að hann getur spilað með liðinu gegn Manchester United á Old Trafford á sunnudaginn. West Ham þarf stig úr þeim leik til að gulltryggja sæti sæti sitt í úrvalsdeildinni.

Félögin sem eru í fallbaráttunni með West Ham hafa hótað lögsókn ef liðið falli ekki úr deildinni en þau eru mjög ósátt við þann úrskurð stjórnar úrvalsdeildarinnar að sekta West Ham aðeins en draga ekki stig af liðinu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert