Hermann Hreiðarsson, leikmaður enska knattspyrnuliðsins Charlton, hefur ekki rætt við forsvarsmenn félagsins um framtíð sína hjá félaginu. Íslenski landsliðsmaðurinn er með ákvæði í samningi sínum sem gerir honum kleift að fara frá félaginu ef liðið félli úr úrvalsdeild.
Hermann gerði í fyrra samning til ársins 2010 við Charlton en liðið náði ekki að forða sér frá falli á lokaspretti deildarkeppninnar. Í janúar s.l. vildu mörg lið fá Hermann í sínar raðir og er vitað að mörg lið hafa enn áhuga á því að fá varnarmanninn.
West Ham var eitt þeirra liða sem höfðu áhuga í janúar en Eggert Magnússon stjórnarformaður liðsins segir að leikmannamál séu ekki á dagskrá hjá West Ham þessa stundina en liðið er enn í fallhættu.
Nánar er fjallað um þetta í Morgunblaðinu í dag.